Málfríður lék sinn 500 mótsleik á móti Levante

Í síðustu viku lék Stjörnukonan Málfríður Erna Sigurðardóttir sinn 500 leik á ferlinum og skorað 54 mörk.

Leikur númer 500 var heldur betur stórleikur þar sem stelpurnar mættu feiknasterku liði Levante frá Spáni í Evrópukeppninni sem fram fór í Hollandi í síðustu viku. Því miður tapaðist leikurinn, en þegar teknir eru leikir í Íslandsmótinu, bikarkeppninni, meistarakeppninni og deildarbikarnum þá er Fríða með 72% sigurhlutfall, 11% leikja hennar hafa farið jafntefli og aðeins í 16% leikjanna hefur hún verið í tapliðinu. Magnaður árangur það.

Fríða hefur leikið 295 leik í A-deild, 45 bikarleiki, 88 leiki í deildarbikarnum, 49 leik á Reykjavíkurmótinu, 9 í meistarakeppninni og 13 í Evrópukeppninni og einn leikur er óskilgreindur.

Auk þessara 500 leikja hefur hún að auki leikið 74 landsleiki með A og yngri landsliðum Íslands.

Ótrúlega vel gert hjá Fríðu sem verður fertug á næsta ári, en hún kom frá Val í Stjörnuna árið 2020 og hefur myndað sterkt miðvarðarpar með Önnu Maríu Baldursdóttur, fyrirliða Stjörnunnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar