Salavegur á milli Ársala og Fensala lokaður vegna fræsingar á malbiki

Á morgun, mánudaginn 26. júní frá kl. 11:00 til 17:00 verður Salavegur á milli Ársala og Fensala lokaður vegna fræsingar á malbiki. Hjáleið verður um Fífuhvammsveg og Arnarnesveg og þeir sem erindi eiga að Hvammsvegi og aðliggjandi götum þurfa að aka um Hlíðardalsveg.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitsemi og virða merkingar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar