Um útgáfuna

Vefurinn kgp.is sameinar útgáfur Kópavogs- og Garðapóstsins og gefur aðgang að útgefnum blöðum í sama umbroti og prentuðu útgáfurnar ásamt greinum og myndum úr blöðunum á vefformi.

Garðapósturinn

Garðapósturinn er bæjarblað Garðbæinga/Álftnesinga og fjallar um allt sem viðkemur sveitarfélaginu með jákvæðum huga. 

Garðapósturinn er eitt elsta bæjarblað landsins, en það kom fyrst út árið 1989.

Garðapóstinum er dreift inn á öll heimili í Garðabæ (Urriðaholtið þar undanskilið eins og sakir standa þar sem enginn dreifingaraðili dreifir í Urrðaholtið, en á næstunni mun það breytast þar sem dreift verður í öll fjölbýlin í Urriðaholti).

Garðapósturinn kemur út 3 til 4 sinnum á mánuði. Upplagið er 6.000 eintök. Garðapóstinum er dreift á miðvikudögum og er skil á efni og greinum á föstudegi fyrir útgáfudag. 

Garðapósturinn er í A4 stærð (skorin stærð 25,5 cm á breidd og 39,5 cm á hæð) og prentaður á 60 gr glanspappír.

Útgefandi Garðapóstsins er Valdimar Tryggvi Kristófersson, [email protected],   sími: 697 4020

Íbúar í Garðabæ eru tæplega 18 þúsund (voru 17.813 í mars 2021).

Kópavogspósturinn

Kópavogspósturinn er bæjarblað Kópavogsbúa og fjallar um allt sem viðkemur sveitarfélaginu með jákvæðum huga.

Kópavogspósturinn er eitt af elstu bæjarblöðum landsins, en það kom fyrst út árið 1994.

Kópavogspóstinum er dreift inn á öll heimili í Kópavogi.

Kópavogpósturinn kemur út 2 til 4 sinnum á mánuði. Upplagið er 13.000 eintök. Kópavogspóstinum er dreift á miðvikudögum og er skil á efni og greinum á föstudegi fyrir útgáfudag.

Kópavogspósturinn er í A4 stærð (skorin stærð 25,5 cm á breidd og 39,5 cm á hæð) og prentaður á 60 gr glanspappír.

Útgefandi Kópavogspóstsins er Kópavogspósturinn ehf. Ritstjóri er Valdimar Tryggvi Kristófersson, [email protected],   sími: 697 4020

Íbúar í Kópavog eru tæplega 40 þúsund (voru 38.450  í mars 2021).

Vikudagskráin

Vikudagskráin (sjónvarps- og viðburðardagskrá).

Vikudagskráin er sjónvarps- og viðburðardagskrá sem er dreift á tveggja vikna fresti í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.  

Vikudagskráin hefur komið út frá árinu 2011. Blaðið er í A5 stærð (13,8 sm á breidd og 20 sm á hæð). Vikudagskránni er dreift í 27 þúsund eintökum.

Kópavogspósturinn ehf. gefur út Vikudagskrána.

Fyrri grein
Næsta grein

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar