Hraunshópurinn sýnir í sal Grósku á Garðatorgi

Laugardaginn 13. apríl verður opnuð sýning á vatnslitamyndum í sýningarsal Grósku við Garðatorg. Hér er á ferðinni hópur fólks sem var samtíða í námi í vatnslitamálun í Myndlistarskóla Kópavogs, undir handleiðslu frábærs kennara, Erlu Sigurðardóttur.

Við starfslok Erlu við skólann, vorið 2007, ákvað nokkur hluti nemanna að hittast eftirleiðis, ca. einu sinni í viku, og mála saman, og varð Erla strax hluti af þessum hópi. Derek Mundell tók við kennslunni í Myndlistarskóla Kópavogs á eftir Erlu, og skömmu síðar varð hann einnig hluti þessa málningarvinahóps.

Ása Kolka Haraldsdóttir, Derek Mundell, Erla Sigurðardóttir, Halldór Einarsson, Kristín Guðbrandsdóttir, Kristín Hjaltadóttir, Margrét Kolka Haraldsdóttir og Vilborg Gunnlaugsdóttir.

Hópurinn hefur hist um margra ára skeið í húsnæði við Miðhraun í Garðabæ og málað saman. Nafn hópsins er komið til af Miðhrauninu í Garðabæ.

Þótt ýmsir meðlimir þessa hóps hafi margoft haldið sýningar, bæði einkasýningar og tekið þátt í samsýningum, er þetta í fyrsta skipti sem hópurinn heldur sýningu saman. Allir í hópnum eru félagar í Vatnslitafélagi Íslands.

Sýningin opnar 13. apríl kl. 14:00 og verður opin frá 14-17 dagana 13.-21. apríl.

Forsíðumynd. Hraunshópurinn

Sumarnótt á Höfn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar