Servíettur, Hjartadrottning og litadýrðí Gerðasafni

Á laugardaginn, 13. apríl, verða opnaðar tvær nýjar einkasýningar í Gerðarsafni Listasafni Kópavogs. Sóley Ragnarsdóttir opnar sýninguna Hjartadrottning og Þór Vigfússon opnar sýninguna Tölur, staðir.

Sóley er ung listakona, tiltölulega óþekkt hér á landi en hefur búið alla ævi í Danmörku og víðar. Þór hefur langan feril að baki og hefur sýnt víða um heim og var einn af stofnendum Nýlistasafnsins árið 1978 og kom einnig að stofnun ARS LONGA samtímalistasafns á Djúpavogi árið 2022. Verk hans eru í eigu íslenskra safna og í einkasöfnum hérlendis og erlendis. Þór hlaut Gerðarverðlaunin árið 2021 fyrir ríkulegt framlag sitt til höggmynda- og rýmislistar á Íslandi. Sýningar þeirra eru andstæður en sýning Þórs er mjög mini-malísk en sýning Sóleyjar er maximalísk!

Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur. Ofurskrautleg málverk og skúlptúrar af ýmsum stærðum og gerðum, fagurlega málaðir veggfletir og sérhannað veggfóður auk sýningarborða með einstöku servíettusafni skapa hér eina heild svo úr verður malerísk innsetning.

Þór á vinnustofu sinni en hann opnar sýninguna Tölur í Gerðasafni á laugardaginn

Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga. Sýningin samanstendur af fjölda jafnstórra ferninga úr lituðu gleri sem dreifast um veggi salarins eftir ákveðinni reglu og mynda víxlverkun milli forma, lita og rýmis. Við fyrstu sýn virðist sýning Þórs lítillát og óhlutbundin innsetning sem leiðir hugann að verkum í anda geómetríu eða naumhyggju. En þrátt fyrir sparsamt efnisval og framsetningu má við nánari athugun greina flókna hugmyndalega nálgun á sjálft skúlptúrformið.

Forsíðumynd: Sóley Ragnarsdóttir opnar sýninguna Hjartadrottningin. Ljósmyndari: Frida Gregersen

Á sýningunni Tölur, staðir má sjá og upplifa nýja innsetningu eftir myndlistarmanninn Þór Vigfússon sem hann vinnur sérstaklega með sýningarsal Gerðarsafns í huga.
Á sýningunni Hjartadrottning birtist áhorfendum heillandi hugar- og efnisheimur myndlistarkonunnar Sóleyjar Ragnarsdóttur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins