Kópavogsbær og HK taka þátt í Stóra plokkdeginum sem haldinn er sunnudaginn 28. apríl.
Hægt verður að nálgast ruslapoka og einnota hanska í Þjónustumiðstöð Kópavogs, Askalind 5, á föstudeginum 26. apríl frá 08.00 til 15.00 og laugardaginn 27. apríl frá 10.00 til 14.00.
Senda má póst á Þjónustumiðstöð Kópavogs til að tilkynna staðsetningu poka, sem verða sóttir eftir helgi, netfang [email protected]
Sjálfboðaliðadagur HK sunnudaginn 28. apríl
HK ætlar einnig að taka þátt í Stóra plokkdeginum á sunnudaginn, en þá er sjálfboðaliðadagur hjá félaginu. ,,Við fögnum stóra plokkdeginum í Kórnum og hvetjum alla til að fjölmenna,” segir Sandra Sigurðardóttir framkvæmdastjóri HK, en dagskráin lítur svona út:
Kl. 11-13 plokk við Kórinn
Kl. 12-14 götubitaveisla. Street food og tónlist Kl. 13-14 kaffi og spjall í veislusal Kórsins
Þetta er í sjötta sinn sem félagsskapurinn Plokk á Íslandi stendur fyrir átakinu. Að plokka gefur fólki tækifæri til að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Að plokka fegrar umhverfi okkar og náttúru.