Garðbæingum fjölgar hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu

Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 218 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. apríl 2024, sem er hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,1%

Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár frá því í síðustu viku á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi.

Íbúar í Garðabæ 19.712 Þetta þýðir að Garðbæingar eru orðnir 19.712 og nálgast óðfluga 20 þúsund íbúa, sem ætti að nást ef fram heldur sem horfir út frá síðustu tölum frá Þjóðskrá í ágúst á þessu ári. Garðabær er í dag sjötta fjölmennast sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Akureyri.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 1.040 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. apríl 2024 sem er hlutfallslega 0,7% fjölgun og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 250 íbúa sem er 0,6% fjölgun. íbúum í Hafnarfirði fjölgar um 289 sem er 0,9% hlutfallsleg fjölgun. Í Mosfellsbæ fjölgaði íbúum um 133, sem er 1,0 fjölgun og á Seltjarnarnesi fjölgaði íbúum um 6 sem er 0,1% fjölgun.

Fjölgar hlutfallslega mest í Skorradalshreppi

Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2023 um 10,2% en íbúum þar fjölgaði um 6 íbúa. Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 19 sveitar-félögum en fjölgaði eða stóð í stað í 45 sveitarfélögum.

Íbúum Höfuðborgarsvæðisins fjölgar mest, eða um 0,8% svo íbúum Suðurlandsog Vesturlands, eða um 0,7%. Íbúum á Norðurlandi vestra fækkar um 0,4% á tímabilinu. Íbúum Grindavíkurbæjar fækkar um 155 á tímabilinu eða um 4,2%.

Garðbæingar orðnir 19.788

Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá þriðjudaginn 23. apríl sl. þá voru Garðbæingar orðnir 19.778 og hafði þeim því fjölgað um 66 frá 1. apríl sl.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar