Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 218 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. apríl 2024, sem er hlutfallslega mest á höfuðborgarsvæðinu eða um 1,1%
Þessar tölur eru byggðar á skráningu Þjóðskrár frá því í síðustu viku á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi.
Íbúar í Garðabæ 19.712 Þetta þýðir að Garðbæingar eru orðnir 19.712 og nálgast óðfluga 20 þúsund íbúa, sem ætti að nást ef fram heldur sem horfir út frá síðustu tölum frá Þjóðskrá í ágúst á þessu ári. Garðabær er í dag sjötta fjölmennast sveitarfélag landsins á eftir Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ og Akureyri.
Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 1.040 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2023 til 1. apríl 2024 sem er hlutfallslega 0,7% fjölgun og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 250 íbúa sem er 0,6% fjölgun. íbúum í Hafnarfirði fjölgar um 289 sem er 0,9% hlutfallsleg fjölgun. Í Mosfellsbæ fjölgaði íbúum um 133, sem er 1,0 fjölgun og á Seltjarnarnesi fjölgaði íbúum um 6 sem er 0,1% fjölgun.
Fjölgar hlutfallslega mest í Skorradalshreppi
Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda þá hefur íbúum Skorradalshrepps fjölgað hlutfallslega mest frá 1. desember 2023 um 10,2% en íbúum þar fjölgaði um 6 íbúa. Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 19 sveitar-félögum en fjölgaði eða stóð í stað í 45 sveitarfélögum.
Íbúum Höfuðborgarsvæðisins fjölgar mest, eða um 0,8% svo íbúum Suðurlandsog Vesturlands, eða um 0,7%. Íbúum á Norðurlandi vestra fækkar um 0,4% á tímabilinu. Íbúum Grindavíkurbæjar fækkar um 155 á tímabilinu eða um 4,2%.
Garðbæingar orðnir 19.788
Samkvæmt upplýsingum úr Þjóðskrá þriðjudaginn 23. apríl sl. þá voru Garðbæingar orðnir 19.778 og hafði þeim því fjölgað um 66 frá 1. apríl sl.