Hjördís Geirs syngjandi í 65 ár

Afmælistónleikar verða haldnir í Salnum á morgun, sunnudaginn 7. apríl kl. 16-18 í tilefni af löngum og farsælum ferli söngkonunnar ástsælu Hjördísar Geirs. Hún fagnar þeim tímamótum á 80 ára afmælinu sínu í Salnum ásamt góðum gestum og verður stiklað á stóru yfir söngferilinn undanfarin 65 ár.

Söngkona Hjördís Geirs hefur starfað í tónlistarbransanum á Íslandi sleitulaust í 65 ár og er enn að…og því ber að fagna. Hjördís steig fyrst á svið árið 1959 með Hljómsveit Gissurar Geirs og hefur verið að síðan þá, sungið með hinum ýmsu hlómsveitum, stjórnað sinni eigin, starfað sem skemmtanastýra á Spáni og skemmt um allt land. Hjördís fagnar þessum tímamótum á 80 ára afmælinu sínu og fær til sín góða gesti ásamt því að fjölskyldumeðliðir stíga á stokk og hefja upp raust sína. Fram koma auk Hjördísar:

Benni Sig., Gísli Magna, Hera Björk, Ólafur Bachmann og Þórdís Petra ásamt Kvennakórnum Seljurnar og hljómsveit undir stjórn Pálma Sigurhjartar skipuð þeim Róberti Þórhallssyni bassaleikara, Sigurgeir Sigmunds gítarleikara og Einari Val Scheving trommuleikara.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar