5. flokkur kvenna í HK, eldra ár, stóð í ströngu rétt fyrir páska en þá fóru þær ósigraðar í gegnum mót sem var liður af Íslandsmótinu. Þrátt fyrir að sé enn eftir eitt mót að þá hafa þær tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Vel gert stúlkur.
Góður árangur á Íslandsmóti unglinga í borðtennis
Íslandsmót unglinga í borðtennis var haldið í íþróttamiðstöðinni á Hvolsvelli helgina 16. – 17. mars. Mótið var afar vel heppnað og gleðin skein úr andlitum keppenda. HK endaði með tvo Íslandsmeistaratitla undir tryggri leiðsögn Bjarna þjálfara. Benedikt Darri Malmquist er Íslandsmeistari 11 ára og yngri. Sindri Þór Rúnarsson og Benedikt Darri Malmquist eru Íslandsmeistar í tvíliðaleik pilta 13 ára og yngri. Auk þess unnust nokkur silfur og bronsverðlaun. Ljóst er að framtíðin er björt hjá HK í borðtennis og handknattleik.
Forsíðumynd: Flottir iðkendur ásamt Bjarna þjálfara í borðtennis