Helgaropnanir félagsmiðstöðva eldri borgara

Félagsmiðstöðvar eldri borgara hér í Kópavogi voru opnaðar einn laugardag í mánuði í hverri stöð í upphafi árs. Um er að ræða tilraun til að mæta ósk Félags eldri borgara í Kópavogi um að opið verði um helgar með það að markmiði að bæta andlega heilsu aldraðra og draga úr félagslegri einangrun.

Vel hefur tekist til og ekki annað að sjá en að helgaropnanir mælist vel fyrir. Mæting hefur verið góð eða á bilinu 60 – 100 manns mætt með bros á vör og notið þess að vera innan um félaga sína. Boðið hefur verið upp á ýmsa afþreyingu s.s. Boccia, Si gong, harmonikku og gítarleik, skapandi starfi ásamt fleiri skemmtilegum uppákomum.
Stefán Arnarson forstöðumaður tómstunda eldri borgara hefur staðir vel að verki að láta þessa skemmtilegu tilraun verða af veruleika. Það er von okkar að í framtíðinni megi efla helgaropnanir í samvinnu við Félag eldri borgara til að gæta að andlegri heilsu og draga úr félagslegri einangur eldra fólks.

Sigrún Helga Jónsdóttir, bæjarfulltrúi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar