Stóri Plokkudagurinn er á sunnudaginn – Í sjöunda sinn sem dagurinn er haldinn hátíðlegur

Stóri Plokkdagurinn er á morgun, sunndaginn 28. apríl, en hann er nú haldin í sjöunda sinn. Stóri Plokkdagurinn hefur á nokkrum árum orðið einn af íslensku vorboðunum en hann er alla jafna er hann haldin síðusta sunnudag í apríl. Langflest sveitarfélög landsins taka þátt í verkefni þá nýtir fjöldi fyrirtækja daginn og daganna í kring til að taka til hendinni og sama á við um hverfa- og félagasamtök ýmiskonar. Í ár stefnir í algjöra metþátttöku.

Rótarý hvetur öll til þátttöku 

,,Stóri Plokkdagurinn er dagur okkar allra. Allir mega skipuleggja viðburði í sínu nær samfélagi og hvetja aðra til þess sama. Þau sem vilja skipuleggja viðburð eða plokka í fyrsta sinn geta fengið greinagóðar upplýsingar og leiðbeiningar á síðunni plokk.is  Það er Rótarýhreyfingin á Íslandi sem skipuleggur daginn með aðstoð og atfylgi Landsvirkjunnar og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins,“ segir Einar Bárðarson skipuleggjandi og upphafsmaður Stóra plokkdagsins.

Ætla að slá Íslandsmet í mætingu 

Í Garðabæ ætla Rótarýklúbbarnir Hof og Garðar að taka höndum saman og plokka við Vífilsstaði klukkan 12:00 á sunnudag og vera að til 14:00. Þá erum öllum vinnandi höndum boðið í grillpartý á eftir. Almar Guðmundsson bæjarstjóri mun opna verkefnið klukkan 12:00. Allir mæta með sínar tangir og hanska og klæða sig eftir veðri. Klúbbarnir sjá um glæra poka, pulsur og drykki. Öll eru velkomin og Rótarý félagar hvetja ömmur, afa, mömmu og pabba að gera þetta að fjölskyldu samveru helgarinnar. 

Forsetin plokkar á Álftanesinu 

,,Þá mun forseti Íslands plokka á Álftanesinu klukkan 11:00 með Rauða Krossinum en Guðni Th Jóhannesson hefur sannarlega verið ötull plokkari og einn af lykilfólkinu í því að gera plokkið jafn vinsælt og raun ber vitni,“ segir Einar.

Myndirnar sem fylgja eru teknar Stóra Plokkdaginn 2019 þegar Guðni Th. plokkaði við Vífilsstaði ásamt góðum Garðbæingum en hann og Elisa hafa allta tekið þátt í deginum að undanskildum einu ári þegar þau voru erlendis á deginum í opinberum verkefnum.  Myndirnar tók Arnold Björnsson. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar