Einbeittir gestir við vígslu í Hönnunarsafni

Gestir á öllum aldri nutu að leysa þrautir á nýju leik- og fræðsluborði sem tileinkað og innblásið er af verkum Einars Þorsteins arkitekts og stærðfræðings og vígt var sunnudaginn 21. mars.
Jóhanna Ásgeirsdóttir hönnuður borðsins kynnti verkefnið sem styrkt var af Barnamenn-ingarsjóði. Jóhanna leiddi svo gesti í gegnum möguleika borðsins en ungir sem aldnir gleymdu stund og stað einsog myndirnar bera með sér. Borðið er aðgengilegt gestum Hönnunarsafns á opnunartímum safnsins en það er staðsett í Smiðjunni, nýju fræðslurými safnsins á 1. hæð.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar