Það er ekki hægt að setja verðmiða á þær gæðastundir sem þú átt með fjölskyldunni í saunu eða heitum potti

Garðbæingurinn Kristján Berg Ásgeirsson hefur undanfarin 18 ár selt heita potta til landsmanna í þúsundatali og gerir enn, en segir nú að sturlað saunaæði hafi gripið Íslendinga, sem kaupi nú saunaklefa eins og enginn væri morgundagurinn.

Kristján Berg hefur í tæp tuttugu ár rekið verslunina heitirpottar.is að Fosshálsi 13 í Reykjavík, þar sem hann hefur einbeitt sér að sölu heitra potta, en nú hefur hann tekið léttan snúning á fyrirtækinu og í verslunin-ni má nú finna auk mikils framboðs af heitum pottum saunaklefa í öllum stærðum og gerðum.

40 uppsettir saunaklefar til sýnis í Fosshálsi

Kristján hefur undanfarin ár verið kóngurinn í sölu heitra potta og nú ætlar hann sér stóra hluti er kemur að sölu á saunaklefum. ,,Við erum að koma inn á þennan markað með miklu trukki enda er áhugi Íslendinga á saunu ótrúlegur og við erum orðið stærsta saunafyrirtæki landsins,” segir hann og heldur áfram: ,,Við höfum í verslun okkar að Fosshálsi sett upp 40 mismunandi saunaklefa sem fólk getur skoðað í sýningarsal okkar. Þarfir fólks og aðstaða er með ýmsum hætti og því höfum við lagt áherslu á það að vera með mjög fjölbreytt úrval þar sem allir geta fundið klefa sem hentar hverjum og einum og verðin eru eftir því.”

Sundlaugunum að þakka að fólk hefur prófað sauna hér á landi

En af hverju er sauna æði runnið upp á Íslandi í dag, hvað eru Íslendingar í raun að uppgötva og hvað gerir það fyrir mann að stunda saunu? ,,Ég veit ekki hvers vegna það er komið æði núna fyrir saunu, en ég held að við höfum flýtt fyrir þessu með miklu úrvali og góðum verð-um. Hinsvegar þá vita flestir hvað sauna er, hafa sennilega prófað á ferðalögum erlendis og í sundlaugum landsins. En ég held að það sé sundlaugunum að þakka að fólk hafi prófað sauna hér á landi. Að stunda sauna gerir okkur bara gott, hjart-sláttur og blóðflæðið eykst, það losnar um spennu og stress og sauna veitir sjúklega mikla vellíðan. Ef farið er í saunu fyrir svefn- inn þá ferðu afslappaður í rúmið. Ég held t.d. að margir gætu losnað við svefnlyfin með því að fara í saunu fyrir svefninn.”

Leið alltaf illa í hita og breyttist í Ísbjörn, en lærði svo að nota saunu

Og hefur þú sjálfur dottið í þennan saunagír? ,,Mér hefur alltaf liðið illa í hita. Þegar ég fer t.d. til Spánar, og hitinn fer yfir 30 gráður, þá breytist ég í ísbjörn og fer inn í herbergi að sofa. Mér hefur alltaf liðið mjög illa í saunu, en ég lærði að nota saunu í fyrra. Ég fékk þá einfalt ráð frá aðila sem ég hitti í Finnlandi, en hann kenndi mér að nota saunahattinn. Saunahatturinn er einangrun fyrir hitann inni í saununni, en höfuðið er oftast efst þar sem mesti hitinn er því hann leitar upp. Það er því ótrúlegt hvað einfaldur saunahattur gerir fyrir höfuðið. Það er líka gott að hafa hattinn á þegar farið er út til kælingar. Þá er hægt að vera lengur úti í kuldanum og fá vellíðan sem streymir um líkamann. En vellíðan er það sem maður sækist eftir þegar maður notar saunu.”

Feðgarnir laumast í saunu og pottana eftir vinnuna án þess að konan viti af því

Ertu jafnvel að læðast í saunu í vinnunni, enda 40 uppsettir klefar? ,,Ég verð að viðurkenna að við laumumst oft eftir vinnuna í pottinn og sauna. Get ekki þrætt fyrir það. Konan verður ekki glöð með að heyra það, enda komum við oft seint heim, hún heldur að við höfum verið að vinna, en í stað þess erum við að njóta lífsins eftir vinnu,” segir hann brosandi en hálf skömmustulegur.

Infrarautt ljós kemst dýpra inn í húðina

Þú ert með fjölbreytt úrval af saunaklefum og fyrir utan stærð og lögun þá eru sumir infrared (innfrarauðar) og aðrir með hitara. Er mikill munur þarna á milli og hvort er betra? ,,Sérfræðingar segja að munurinn sé í raun frekar einfaldur og ávinningur þeirra svipaður. Infrared sauna notar infrarautt ljós til að hita líkamann beint án þess að hita restina af klefanum, en í hefðbundinni sauna er loftið í klefanum fyrst hitað upp sem í kjölfarið hitar upp líkamann. Infrared saunur eru því með lægra hitastig en þær hefðbundu og það er sagt að infrared hafi það fram yfir venjulega saunu að ljósið komist dýpra inn í húðina.”

Vinsælustu saunaklefarnir kosta 700 til 900 þúsund

En hvað kostar svo að koma sér upp saunklefa heima hjá sér og hvaða sauna- klefar hafa verið vinsælastir hjá þér? ,,Ódýrasti saunaklefinn kostar 141.000, sem er infrared inniklefi. Við erum að selja mest af klefum frá 700 til 900 þús. Infrared klefarnir eru mjög auðveldir í uppsetningu, tekur sirka eina klukkustund að setja þá upp. Sauna tunnurnar og suma klefana geta viðskiptavinir valið um að fá þá afhenta samsetta eða sett þá sjálf saman. Það eru mjög góðar leiðbeiningar sem fylgja með, svo góðar að þær eru samblanda af IKEA og LEGO leiðbeiningum og auðvelt í samsetningu.Við erum svo líka að hanna okkar eigin saunaklefa, þeir heita Alþingi og koma alveg tilbúnir með sauna ofni og allt. Þeir fást bæði sem venjulegir saunaklefar og líka sem infrared. Hægt er að velja um lit utan á klefanum og svo smíðum við líka klefa eftir máli og teikningu frá viðskiptavinum. Þetta getum við, því að við eigum sjálfir saunaverksmiðjuna og stjórnum hvað við framleiðum.”

Hægt er að fá fjöldan allan af fylgihlutum fyrir saununa

Hvar er nú best eða vinsælast að koma saunaklefanum fyrir, eru klefarnir bæði hugsaðir sem inni og útiklefar? ,,Viðskiptavinir eru að setja þetta á allskonar staði. Inni á baðherbergjum, í bílskúr og svo eru margir að byggja og hugsa þetta áður en húsið er teiknað og byggt. Í garðinum, þá hefur fólk verið að planta þessu inn á milli trjánna, til þess að skapa kósý stemmningu. Klefarnir eru ekki heldur þungir og passa á hvaða pall sem er, ef pallurinn þolir 1 metra af snjó, þá ætti hann að þola venjulegann saunaklefa.”

Kostnaður við hverja ferð í sauna kostar 200-300 kr.

Er ekkert mál að koma þessu í gang, tengja og græja eða hvernig er þetta gert og er þetta mikill kostnaður, bæði uppsetning og mánaðarlegur kostnaður? ,,Það þarf rafvirkja til þess að koma þessu í gang. Það þarf að útbúa sér öryggi í rafmagnstöflu fyrir saunaklefann, en það tekur vanan rafvirkja ekki langan tíma að tengja slíkt. Kostnaður við hverja ferð í sauna kostar 200-300 kr., en það fer vissulega eftir hversu lengi klefinn er notaður. Þannig að þetta er mjög ódýrt í rekstri.”

Og þú segir að það hafi orðið algjör sprengja í þessu, enda selt mikið magn á stuttum tíma og þú finnur auk þess fyrir áhuganum í verslun þinni og ekki síður á heimasíðunni: heitirpottar.is þar sem þú hefur nýlega bætt við saunaklefum? ,,Já, það er saunaæði runnið upp hér, það er alveg klárt og við fögnum því að sjálfsögðu.”

Húsfélög ættu að henda í saunu og pott

Er eitthvað af því að húsfélög séu að kaupa saunuklefa fyrir íbúa í fjölbýlishúsa sem þeir geta deilt saman? ,,Já, heyrðu, það er geggjuð hugmynd. Ég hvet bara húsfélög til þess að nýta garðinn í kringum húsið. Oftast er nú ekkert í þess-um görðum og því væri sniðugt að hafa sauna og kaldann pott við hvert fjölbýli.”

Heitir pottar og sauna gefur fjölskyldunni dýrmætan tíma til að spjalla saman

En hvernig er það með Kristján sjálfan, er hann hættur að skella sér í heita pottinn og sauna tekin við? ,,Ég persónulega nota eitthvað af þessu á hverjum degi, stundum allt. Ég er nautnamaður og mikill fjölskyldumaður og þetta er það sem bindur mína fjölskyldu saman. Það er æðislegt að vera með börnin heima og getað notið þess að spjalla við þau um heima og geima í pottinum eða í saununni. Það er ekki hægt að setja verðmiða á þær gæðastundir með fjölskyldunni.”

Veita mér bæði mikla vellíðan og ánægjustundir

Þeir sem eru hvorki komnir með heitann pott eða saunaklefa, hvort ættu þeir að velja? ,,Þetta er góð spurning. Það er allt auðveldara með saunaklefann. Bara kveikja og njóta. Pottarnir eru aðeins flóknari að nota, en ég get ekki gert upp á milli þessara vara. Veita mér bæði mikla vellíðan og ánægjustundir.”

60-40 heitu pottinum í vil

En eru saunuklefarnir að taka yfir í verslunin þinni að Fosshálsi eða er enn fjölbreytt úrval af heitum pottum til sýnis í sýningasalnum? ,,Pottarnir eru ennþá með 60% af sýningarrýminu. Í framtíðinni þá held ég að þetta verði 50/50, en mun sjálfsagt sveiflast með tíðarandanum. Við sýnum að sjálfsögðu mest af því sem fólk hefur mestan áhuga á,” segir Kristján brosandi að lokum og nú er bara fyrir áhugsama að skella sér í verslunina að Fosshálsi 13 eða skoða úrvalið á heitirpottar.is

Forsíðumynd: Alvöru feðgar! Kristján Berg og sonur hans, Ari Steinn Kristjánsson framkvæmdarstjóri Heitirpottar.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar