Helen Silfá sex sinnum á verðlaunapalli

Garðbæingurinn Helen Silfá Snorradóttir náði flottum árangri á Íslandsmótinu í frjálsum íþróttum 11-14 ára, en mótið fór fram fyrstu helgina í mars í frjálsíþróttahúsi FH í Kaplakrika, en Ísold keppir yrir hönd FH í aldursflokknum 13 ára.

Helen Silfá, sem æfir einnig knattspyrnu með Stjörnunni, gerði sér lítið fyrir og komst 6 sinnum á verðlaunapall á MÍ 11-14 ára, en hún keppti alls í sjö greinum. Helen fékk tvenn gullverðlaun, eitt silfur og þrjú brons og var hún stigahæst allra 13 ára stúlkna á mótinu. Frábærlega gert hjá Helen.
Helen fékk eftirfarandi verðlaun á mótinu:

  • Gull í 600 metra hlaupi
  • Gull í 4 x 200 metra hlaupi
  • Silfur í langstökki
  • Brons í 60 metra hlaupi
  • Brons í 60 metra grindahlaupi
  • Brons í hástökki.
Helen Silfá sex sinnum á verðlaunpalli

Bættu Íslandsmetið

Þá má geta þess að þrír Garð-bæingar voru í boðshlaupsveit FH, í flokki 13 ára, sem sigraði í 4x200m boðhlaupi, en stúlkurnur gerðu sér lítið fyrir og slógu Íslandsmetið í grein-inni með frábæru og vel út-færðu hlaupi.

Fjölmargir krakkar úr Garðabæ að keppa undir merkjum FH í frjálsum og áttu stóran þátt í frábærum sigri FH í heildarstigakeppni mótsins.

Bættu Íslandsmetið! Brynhildur Finna Ólafsdóttir, Högna Þóroddsdóttir, Helen Silfá Snorradóttir, Birta Karen Andradóttir Íslandsmeistarar í 4x200m boðhlaupi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar