Undirritun samstarfssamnings Garðabæjar við Sigurð Flosason

Föstudaginn 26. mars var samstarfssamningur við Sigurð Flosason undirrit-aður af Sigurði og Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar.

Sigurður hefur um árabil átt veg og vanda að skipulagningu og framkvæmd á Jazzhátíð Garðabæjar en samningurinn staðfestir vilja Garðabæjar til að halda góðu samstarfi við Sigurð áfram. Jazzhátíð Garðabæjar árið 2020 féll niður en á að hefjast þann 22. apríl næstkomandi en enn á eftir að koma í ljós með hvaða hætti hátíðin fer fram að þessu sinni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar