Uppbygging á yngstu iðkendum Gerplu

Garpamót 2021

Helgina 7.-8. maí fór fram Garpamót Gerplu í Versölum. Á mótinu kepptu iðkendur úr grunn- og framhaldshópum. Garpamót er liður í uppbyggingu á yngstu iðkendum Gerplu en á mótinu læra þeir að koma fram með æfingar sem þau hafa æft í vetur. Fyrir þátttöku á mótinu fengu allir verðlaunapening og viðurkenningaskjal.

Það sett skemmtilegan svip á móti að það mátti einn foreldri/forráðamaður fylgt hverju barni sem áhorfandi. Tæplega 390 stúlkur og drengir tóku þátt í mótinu.

Keppt var í 8., 7. og 6.þrepi létt í drengjaflokki, í stúlknaflokki var keppt í 9., 8., 7. og 6. þrepi. Börnin stóðu sig frábærlega og var mikil ánægja með mótið.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar