Sumarlegir viðburðir í menningarhúsum bæjarins á Sumardaginn fyrsta

Boðið verður upp á sumarlega viðburði í menningarhúsum bæjarins Sumardaginn fyrsta.

Í Bókasafni Kópavogs verður sumri fagnað með yndislegri dúfusmiðju þar sem boðið er upp á að gera saman litlar dúfur úr silkipappír, stenslum, spotta og priki. Að smiðju lokinni veðrur hægt að taka dúfuna með sér heim og leyfa henni að flögra um loftin blá.

Smiðjan hefst klukkan 13 og varir til klukkan 15. Á þeim tíma er hægt að koma hvenær sem er og dvelja eins lengi og hentar.

Sumardagsdjass hefst klukkan 17.00, ljúfir tónar með framhaldsnemum af söngdeild Tónlistarskóla FÍH. Þekkt lög og sjaldheyrðari smellir, sveifla, sving, stuð og stemning. Tónleikarnir standa yfir í hálfa klukktustund.

Bókabeitan spjalla svo um hið frábæra bókmenntaform skvísubækur klukkan 18 en sú tegund bóka er einn sá vinsælasti á bókasöfnum landsins.

Í Gerðarsafni verður boðið upp á smiðju eða leiðsögn fyrir börn sem ber heitir List og náttúru. Verkefnið er unnið í samstarfi við Náttúrufræðistofu Kópavogs. Þorgerður, Hulda og Sævar halda utan um smiðjurnar. Fjölskyldur geta komið á hvaða tíma sem hentar innan þessa tímaramma, staldrað stutt við eða lengi.
Náttúran verður skoðuð í gegnum linsu myndlistarinnar á mismunandi hátt og sjónum beint að einhverju áhugaverðu í umhverfinu hverju sinni. Allur efniviður verður á staðnum. Viðburðurinn hentar vel fyrir börn á aldrinum 3 ára til 8 ára.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar