Bæjarfulltrúar hófu Hreinsunarátak Garðabæjar 2024

Bæjarfulltrúar Garðabæjar voru mættir í gulum vestum með ruslapoka til að taka til í Vinagarði og hleyptu þannig af stokkunum Hreinsunarátaki Garðabæjar 2024. Hreinsunarátak Garðabæjar er árviss viðburður þar sem nágrannar, íbúasamtök, félagasamtök, íþróttafélög og skólar eru hvattir til að taka þátt í að hreinsa til í umhverfinu. 

Í ár hófst hreinsunarátakið 22 apríl, á degi jarðarinnar, en það stendur til 8. maí nk. þegar vorhreinsun lóða hefst. 

Bæjarfulltrúar Garðabæjar hefja átakið árlega, í fyrra heimsóttu þau lóðina í kring um íþróttahúsið og sundlaugina á Álftanesi en í ár var það Urriðaholt og þá sérstaklega Vinagarður. 

Hreinsunarátakið er áminning um að við þurfum öll að taka þátt í að gera bæinn okkar snyrtilegan, það gerist aðeins með samstilltu átaki.

Garðbæingar hafa verið duglegir að taka til hendinni, en vert er að benda á að stóri plokkdagurinn fer fram sunnudaginn 28. apríl og íbúar Urriðaholts halda sinn árvissa hreinsunar og plokkdag laugardaginn 27. apríl. Tökum öll þátt í að halda bænum okkar snyrtilegum!

Forsíðumynd. Bæjarfulltrúar og bæjarstjóri plokka í Vinagarði! F.v. Stella Stefánsdóttir, Björg Fenger, Almar Guðmundsson og Ingvar Arnarson ásamt syni sínum, Vilhjálmi Geir.

Björg Fenger formaður bæjarráðs og Stella Stefánsdóttir formaður umhverfisnefndar Garðabæjar plokkuðu glaðar í bragði
Létu sig ekki vanta! F.v. Linda Björk Jóhannsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála í Garðabæ og Ásta Leifsdóttir landvörður hjá Garaðbæ létu ekki sitt eftir liggja
Margrét Bjarnadóttir, bæjarfulltrúi, ásamt Bjarna Þór syni sínum sem hjálpaði mömmu að plokka
Dugnaður! F.h. Hrannar Bragi Eyjólfson, bæjarfulltrúi og Ísak Örn Kristinsson, eiginmaður Margrétar bæjarfultrúa, sem hjálpaði til.
TIl fyrirmyndar! Ingvar Arnarson, bæjarfulltrúi og Vilhjálmur Geir sonur hans
Almar Guðmundsson bæjarstjóri lét að sjálfsögðu ekki sitt eftir liggja.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins