Tryggjum jafnrétti milli núverandi og komandi kynslóða

Umhverfis og loftslagsmál eru okkur Pírötum mjög hugleikin. Við leggjum áherslu á að hafa metnaðarfulla og raunhæfa stefnu í málaflokknum til að taka á þeim áskorunum sem við stöndum nú frammi fyrir í loftslagsmálum. Við erum líka stolt af því að fá staðfestingu á gæðum loftslagsstefnunnar okkar en við fengum hæstu einkunn í mati Ungra umhverfissinna á stefnum flokkana fyrir síðustu Alþingiskosningar.

Kópavogsbær uppfyllti ekki lagaskyldu sína með því að hafa loftslagsstefnu tilbúna í lok síðasta árs. Kópavogsbær uppfyllti ekki lagaskyldu sína með því að hafa loftslagsstefnu tilbúna í lok síðasta árs. Við höfum, allt frá upphafi kjörtímabilsins sem nú er á enda, þrýst á að umhverfis- og loftslagsstefna Kópavogsbæjar yrði samin en hún er núna loksins að líta dagsins ljós í fyrsta skipti eftir óskiljanlegan seinagang.

Píratar hafa líka lagt fram mörg mál til að bæta umhverfi bæjarins, samgöngur og draga úr losun. Því miður hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar staðið í vegi fyrir mörgum góðum málum, til dæmis tilraunaverkefni um gjaldfrjálsan strætó innan Kópavogs. En við erum stolt af því sem við höfum þó náð í gegn.

Tillaga okkar um að auka möguleika til flokkunar á víðavangi var samþykkt í umhverfis- og samgöngunefnd, og stendur nú til að setja upp flokkunartunnur á fjölförnum stöðum í Kópavogi. Þetta er löngu tímabær framkvæmd, ef innviðirnir eru ekki til staðar erum við beinlínis að letja fólk frá ábyrgri umhverfishegðun. Með aðgengilegum flokkunartunnum víðsvegar um bæinn er bæði sett gott fordæmi og hvatt til flokkunar meðal gesta og gangandi.

Með því að auka gæði flokkunar aukast jafnframt möguleikar til að endurnýta og endurvinna þann úrgang sem fellur til í samfélaginu. Þannig má minnka ágang í takmarkaðar auðlindir plánetunnar okkar og draga út öllu vistspori samfélagsins – nauðsynlegt markmið sem við ættum öll að geta verið sammála um.

Píratar hafa verið og halda áfram að verða góður valkostur fyrir þá kjósendur sem vilja vinna umhverfis og loftslagsmálum gang með atkvæði sínu. Við munum alltaf beita okkur fyrir því að því að draga úr vistspori bæjarins og stuðla að því í, jafnt í rekstri bæjarins sem og innviðauppbyggingu, að í öllum málum séu áhrifin á loftslagið skoðuð fyrst.

Indriði Stefánsson er fulltrúi Pírata í Umhverfis og samgögnunefnd og frambjóðandi í 2. sæti lista Pírata.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar