Stemmning á sumardaginn fyrsta

Það var mikil gleði í Garðabæ á sumardaginn fyrsta, sem var haldinn hátíðlegur sl. fimmtudag. Fjölbreytt dagskrá var í boði sem var á vegum Skátafélagsins Vífils, en ekki hefur verið hægt að bjóða upp á skemmtidagskrá sl. tvö ár á sumardaginn fyrsta vegna Covid.

Skátamessa var í Vídalínskirkju og svo var gengið fylktu liði frá kirkjunni upp í Miðgarð þar sem fjölbreytt skemmtidagskrá var í boði í íþróttamiðstöðinni Miðgarði. Stemmnining í Miðgarði var mikil á meðal bæjarbúa sem fjölmenntu í Miðgarð til að njóta og gleðjast á sumardaginn fyrsta.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar