Brekkuhlaup Breiðabliks var haldið í blíðskaparveðri í Kópavogi laugardaginn 15. maí. Um 60 hlauparar voru skráðir til leiks og tókust óhræddir á við brekkurnar en það voru Frjálsíþróttadeild Breiðabliks og Hlaupahópur Breiðabliks stóðu fyrir Brekkuhlaupi Breiðabliks.
Brekkuhlaup Breiðabliks er alvöru áskorun á stígum Kópavogs en hlaupinn er hringur um Kópavogsbæ sem býður upp á margar skemmtilegar brekkur. Hlaupaleiðin liggur framhjá mörgum helstu kennileitum bæjarins og er meðal annars svo kallaði Himnastig hlaupinn en hann er vinsæll æfingastaður fyrir hlaupara. Leiðin er 15,4 km og uppsöfnuð hækkun er um 250 metrar. Hlaupið er ræst á Kópavogsvelli, endamarkið er einnig þar.
Veit voru verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sætið í karla og kvenna flokki en sigurvegarar í Brekkuhlaupi Breiðabliks 2021 voru þau Arnar Pétursson á tímanum 52:09 og Jóhanna Ólafsdóttir á tímanum 1:04:52.
Önnur úrslit.
Í karlaflokki sigraði Arnar Pétursson á tímanum 52:09.
Í öðru sæti varð Þórólfur Ingi Þórsson á tímanum 53:49
Í þriðja sæti varð Adrian Graczyk á tímanum 58:11
Í kvennaflokki sigraði Jóhanna Ólafsdóttir á tímanum 1:04:52
Í öðru sæti varð Sonja Sif Jóhannsdóttir á tímanum 1:08:40
Í þriðja sæti varð Linda Heiðarsdóttir á tímanum 1:09:57
Heildarúrslit má sjá á Hlaup.is.
Stefnt er að því að halda Brekkuhlaup Breiðabliks aftur að ári.