Vilt þú reka veislusal Garðaholts?

Garðabær auglýsir um þessar mundir eftir rekstraraðila til að annast rekstur á veislusalnum í samkomuhúsinu á Garðaholti. Undanfarin ár hefur Kvenfélag Garðabæjar haft umsjón með salnum á Garðaholti með miklum sóma. Salurinn hentar mjög vel fyrir allar veislur, brúðkaup, fermingarveislur og erfidrykkjur auk funda og annarra samkoma.

Garðaholt er fallegt hús í eigu Garðabæjar, staðsett á útsýnisstað nálægt sjónum í um 5 mínútna fjarlægð frá miðbæ Garðabæjar. Í húsinu er salur sem tekur um 100 manns sitjandi en um 200 manns í standandi veislur. Í salnum er svið sem hentar fyrir alla viðburði og við húsið er falleg verönd. Einnig er hljóðkerfi, myndvarpi og sýningartjald í húsinu. Eldhúsið er fullbúið með borðbúnaði og öðru sem þarf til veisluhalda. Á efri hæð hússins er einnig hugguleg setustofa.

Nýr rekstraraðili þarf að geta tekið við rekstrinum í síðasta lagi í ágúst 2021 og verður samningur við nýjan aðila gerður til 2ja ára með möguleika á framlengingu. Óskað er eftir eftirfarandi upplýsingum frá umsækjendum:

  1. Nafn og kennitölu rekstraraðila og ábyrgðarmanns
  2. Fyrri reynslu við rekstur sambærilegra eininga
  3. Hugmyndir um fyrirkomulag á rekstrinum og leigugreiðslur

Umsóknir sendist til Sunnu Sigurðardóttur, verkefnastjóra, [email protected] . Umsóknarfrestur er til 10. júní nk.

Salurinn hentar mjög vel fyrir allar veislur, brúðkaup, fermingarveislur og erfidrykkjur auk funda og annarra samkoma.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar