1121 íbúð tilbúin í Urriðaholti

Alls eru 1121 íbúð tilbúin í Urriðaholti í dag segir Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Urriðaholti ehf sem sér um skipulag og sölu lóða í Urriðaholti.

,,Á þessu ári bætast við 181 íbúð og árið 2022 bætast við 227 fullbúnar íbúðir. Restin kemur svo þar á eftir, en alls er búið að skipuleggja tæplega 1.800 íbúðir í Urriðaholti,“ segir Jón Pálmi. 

Engar lausar íbúðalóðir

Aðspurður um lausar lóðir í Urriðaholti segir Jón: ,,Við eigum engar lausar íbúðalóðir en nokkrar atvinnulóðir eru lausar. Stefnan er á að íbúðarhluti Urriðaholts verði fullbyggður eftir 3 ár ,en ákveðin óvissa til staðar með atvinnuhlutann.“

Mynd: Landslag/Garðabær

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar