Sumarlestrargleði með Gunnari Helgasyni

Gunnar Helgason kemur í heimsókn kl. 17 í dag á Bókasafn Kópavogs. Hann verður svo á Lindasafni á morgun, fimmtudag kl. 17.

Bókasafn Kópavogs býður upp á lestrarhvatningu á aðalsafni miðvikudaginn, 23. júní á milli kl. 16:00 – 18:00. Gunnar Helgason kemur í heimsókn kl. 17:00 og les upp úr nýju bókinni sinni, Palli Playstation í bráðskemmtilegri sögustund. Deildarstjórar barna- og unglingastarfs sem og annað sniðugt starfsfólk bókasafnsins verður á staðnum og geta aðstoðað við að finna réttu bókina fyrir sumarlesturinn. Gunnar Helgason verður síðan einnig á Lindasafni á fimmtudaginn, 24. júní kl. 17:00 og verður starfsfólk Lindasafns á staðnum til að veita aðstoð við val á bókum. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar