Jónsmessugleði í Menningarhúsunum

Vakin er athygli á lengdum opnunartíma í Menningarhúsunum fimmtudaginn 24. júní. Opið verður til kl. 21 á Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu Kópavogs og Gerðarsafni. Í öllum húsunum verður hægt að njóta margvíslegra viðburða og sýninga og listafólk á vegum Skapandi sumarstarfa í Kópavogi verður með óvæntar uppákomur. Opið verður á Reykjavík Roasters  til 21 þar sem verður hægt að setjast niður og fá sér ljúfa hressingu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar