Skoraði 9,6 mörk að meðaltali í leik

Handknattleikskonan Sara Katrín Gunnarsdóttir, hefur heldur betur farið á kostum í vetur með HK U í Grill 66 deildinni, eins og stöllur hennar í liðinu, en Sara Katrín var markahæst í deildinni. Hún skoraði hvorki fleiri né færri en 154 mörk í 16 leikjum, sem gerir rúmlega 9,6 mörk að meðaltali í leik. Næst markahæsti leikmaður deildarinnar, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir skoraði 20 mörkum minna en Sara, eða 134 mörk.

Mynd/HK. Markadrottningin Sara Katrín Gunnarsdóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar