Jónas Hallgrímsson á tímum loftslagsbreytinga

Hvernig hefði Jónas Hallgrímsson ort kvæðaflokkinn „Annes og eyjar“ nú á tímum loftslagsbreytinga?

Þessari spurningu er auðvitað ekki hægt að svara en Anton Helgi Jónsson hefur ort „tilgátukvæði“ sem kallast á við liðna tíma og skoðar áfangastaði þjóðskáldsins í ljósi nýrrar þekkingar.
 
Í dagskrá sem Anton Helgi hefur sett saman flytur hann kvæði Jónasar og sín eigin en tengir þau saman með því að rekja tilurð kvæða Jónasar og hvernig þau kveiktu nýjar hugsanir á okkar ógnvænlegu tímum.
 
Í kvæðaflokknum „Annes og eyjar“ fór Jónas kringum landið og upp á hálendið en Anton Helgi fetar í slóð hans og reynir að endurvekja andblæinn úr kvæðum hans í sínum.
Nýju kvæðin eru ort undir sama bragarhætti og Jónas notaði en innihaldið spannar allt frá íhugulli angurværð yfir í gráglettið spaug.

Viðburðurinn er á Bókasafni Kópavogs miðvikudaginn 23.febrúar kl. 12:15

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar