Rebekka Blöndal á Sumarjazzi í Salnum á fimmtudaginn

Tríó Rebekku Blöndal kemur fram á næstu Sumarjazz tónleikum í Salnum fimmtudaginn 8. Júní kl. 17:00.

Tríóið er skipað auk Rebekku þeim Daða Birgissyni á píanó og Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa. Mun tríóið telja í eftirlætis jazz standara Rebekku í bland við blús og frumsamið efni. 

Rebekka hefur undanfarin ár vakið athygli sem jazz- og blús söngkona og komið fram við ýmis tækifæri bæði í sjónvarpi, á tónleikum og tónlistarhátíðum. Hún hefur í tvígang verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokki jazz og blús sem flytjandi ársins og hlaut nú í ár verðlaun fyrir söng ársins.

Sumarjazz í Salnum er röð síðdegistónleika á fimmtudögum í júní. Tónleikarnir hefjast kl. 17 en húsið opnar kl. 16. Tónleikarnir fara fram í forsal Salarins og opið verður á barnum. Síðastliðin ár hefur verið troðfullt og gífurlega góð stemning á þessum skemmtilegu tónleikum.

Sumarjazz í Salnum er í boði Salarins og Lista- og menningarráðs Kópavogs og er aðgangur án endurgjalds.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar