Heba Sól og Helena Evrópumeistarar smáþjóða í blaki

Kópavogsbúarnir, Heba Sól Stefánsdóttir og Helena Einarsdóttir leikmenn HK í blaki, tóku þátt í nýafstöðnum smáþjóðaleikum í blaki fyrir Íslandshönd og enduðu sem Evrópumeistarar, en Íslenska kvennalandsliðið í blaki hafði betur gegn Skotlandi, 3:2, í úrslita leik Evrópu móts smáþjóða í Lúxemborgum þar síðustu helgi.

Þess má geta að bæði Helena og Heba Sól stunda nám í Menntaskólanum í Kópavog og gaman er að segja frá því að Heba Sól brautskráðist frá MK þar síðasta föstudag, en sökum landsliðsverkefnisins gat hún ekki verið viðstödd athöfnina. Hún setti þó upp húfuna í Luxemborg.

Mynd: Evrópumeistararnir Helena Einarsdóttir og Heba Sól Stefánsdóttir með Evrópubikarinn eftir sigurinn í Luxemborg.

Nýstúdentinn, Heba Sól, setti að sjálfsögðu upp stúdentshúfuna í Luxemborg þegar brautskráningin var haldin í MK á dögunum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar