Stjarnan á samtals 7 leikmenn í U-19 og U21 árs landsliðinu í knattspyrnu

Í hádeginu í dag voru opinberaðir leikmannahóparnir fyrir U-19 og U-21 árs landslið Íslands í knattspyrnu, en Stjarnan á langflesta leikmenn í landsliðinum tveimur eða alls 7 talsins. Næst á eftir kemur Fylkir, Vikingur og FH, en þau eiga öll 3 leikmenn samtals í hópunum tveimur.

Virkilega vel gert hjá Stjörnunni, en meistaraflokkur karla er að stærstum hluta byggður á ungum og efnilegum uppöldum Stjörnumönnum.

Í U-19 ára liðinu á Stjarnan 5 leikmenn, þá Adolf Daða Birgisson, Eggert Aron Guðmundsson, Guðmund Baldvin Nökkvason, Rófert Frosta Þorkelsson og Sigurberg Áka Jörundsson. Í U-21 árs landsliðinu eru svo Örvar Logi Örvarsson og Ísak Andri Sigurgeirsson.

U-19 ára liðið tekur þátt í lokakeppni Em sem fram fer á Möltu dagana 3.-16. júlí. U-21 árs landsliðið leikur tvo vináttulandsleiki, gegn Austuríki 16. júní og gegn Ungverjalandi 19. júní.

Mynd: Ísak Andri Sigurgeirsson var valinn efnilegasti leikmaður Bestu-deildarinnar árið 2022 og hann hefur farið frábærlega á stað í sumar með Stjörnunni og hefur nú varið valinn í U-21 árs landslið Íslands. Myndina tók Helgi Halldórsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar