Pólsku myndlistarmennirnir Weronika Balceak og Lukas Bury leiða spennandi listsmiðju í Gerðarsafni laugardaginn 9.mars milli 13 og 15.
Þar verður hægt að klippa út mynstur í anda pólskrar alþýðulistar, Wycinanka og fræðast um þessa aldagömlu handverksaðferð. Í Wycinanka er litríkur pappír klipptur í mynstur sem ýmist sækja innblástur í náttúruna, geómetríu eða í myndir úr sveitalífi en löng hefð er fyrir því að prýða heimili, kirkjur og samkomustaði í Póllandi með skreytingum af þessu tagi í tilefni stórviðburða eða hátíða.
Smiðjan er á íslensku, pólsku og ensku og hentar öllum aldri en gert er ráð fyrir að börn mæti í fylgd fullorðinna. Hvorki er krafist þekkingar á pólsku né bakgrunns í listum. Hægt er að koma við á þeim tíma sem hentar hverjum og einum og dvelja eins lengi og hentar.
Aðgangur ókeypis og öll hjartanlega velkomin.