Origamismiðja

Lærðu að búa til grunnbrot í japönsku pappírsbroti í skemmtilegri smiðju í fjölskyldustund á laugardegi þann 11. febrúar n. k. á milli kl. 13.00 – 15.00 á aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Hægt er að búa til ýmislegt með pappírsbroti, þar á meðal froska, fugla, hjörtu, flugvélar og margt, margt fleira. Smiðjan fer fram á 1. hæð aðalsafns og leiðbeinandi í smiðjunni verður Guðrún Helga Halldórsdóttir, formaður íslensk-japanska félagsins á Íslandi. Hún kynntist japönsku pappírsbroti fyrst fyrir um 10 árum þegar hún fór til Kurobe í Japan sem hluti af ungmennaskiptum Lions og hefur verið forfallinn aðdáandi Origami allar götur síðan. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin.


Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar