Í Urriðaholti er almenningsbókasafn sem opnaði í september 2022. Þar er opið alla fimmtudaga milli 13.00-18.00 og fyrsta laugardag hvers mánaðar milli 11.00-15.00. Á laugardögum er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna og einnig tilvalið að kíkja á allar frábæru bækurnar sem eru hægt og rólega að fylla hillurnar en sama bókasafnskort gildir í Urriðaholti og á öðrum bókasöfnum höfuðborgarsvæðisins.
Í vor munum við bjóða upp á eftirfarandi viðburði á laugardögum:
4 mars munum við bjóða upp á létt föndur fyrir fjölskylduna milli 11.00-15.00
1 apríl er DragStund með Starínu klukkan 13.00 þar sem hinseginleikinn er í forgrunni
Þar að auki munu starfsmenn í Urriðaholtsskóla slá upp kaffihúsi fyrir börn og fullorðna frá klukkan 12.00-15.00 þessa laugardaga og rennur ágóði af sölu veitinga í ferðasjóð fyrir námsferð starfsfólks í vor.
Velkomin í heimsókn á bókasafnið ykkar í Urriðaholti