Vorið á Urriðaholtssafni 

Í Urriðaholti er almenningsbókasafn sem opnaði í september 2022. Þar er opið alla fimmtudaga milli 13.00-18.00 og fyrsta laugardag hvers mánaðar milli 11.00-15.00. Á laugardögum er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna og einnig tilvalið að kíkja á allar frábæru bækurnar sem eru hægt og rólega að fylla hillurnar en sama bókasafnskort gildir í Urriðaholti og á öðrum bókasöfnum höfuðborgarsvæðisins.  

Í vor munum við bjóða upp á eftirfarandi viðburði á laugardögum:  

4 mars munum við bjóða upp á létt föndur fyrir fjölskylduna milli 11.00-15.00 

1 apríl er DragStund með Starínu klukkan 13.00 þar sem hinseginleikinn er í forgrunni 

Þar að auki munu starfsmenn í Urriðaholtsskóla slá upp kaffihúsi fyrir börn og fullorðna frá klukkan 12.00-15.00 þessa laugardaga og rennur ágóði af sölu veitinga í ferðasjóð fyrir námsferð starfsfólks í vor.  

Velkomin í heimsókn á bókasafnið ykkar í Urriðaholti 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins