Mikilvægt fyrir foreldra að kunna skyndihjálp

Mikilvægt er fyrir foreldra að kunna skyndihjálp og vera viðbúin ef eitthvað bjátar á. Ólafur Ingi Grettisson, slökkviliðsmaður og skyndihjálparkennari ætlar því að kíkja við á aðalsafni á næsta foreldramorgni, fimmtudaginn þann 6. október kl. 10:00 og fara í gegnum helstu atriði í skyndihjálp.

Foreldramorgnar eru á dagskrá á aðalsafni aðra hvora viku og er frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund á safninu.

Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar