Garðbæingum fjölgaði um 350 á síðustu 10 mánuðum

Íbúum í Garðabæ fjölgaði um 350 eða um 1,9% á tímabilinu frá 1. desember 2021 til september 2022. Íbúar í Garðabæ voru því orðnir 18.754 þann 1. september sl., en fjölgunin á þessu tímabili er þriðja mesta ef sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru eingöngu tekin inn í myndina.

Hutfallslega fjölgar íbúum mest í Kjóshreppi eða um 29 íbúa sem gerir 11,8% fjölgun, en af stærri sveitarfélögunum á höfðurborgarsvæðinu þá er mesta fjölgunin á þessu tímabili í Hafnarfirði, þar er fjölgunin um 2,2% eða sem nemur 654 íbúum. Næst kemur síðan Garðabær ásamt Mosfellsbæ með 1,9% fjölgun á þessu 10 mánaða tímabili.

Garðabær undir meðaltalsfjölgun

Athyglisvert er að íbúum á Seltjarnarnesi fækkar um 20 eða um 0,4%, en í Reykjavík fjölgar íbúum um 1,6%.

Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 15 sveitarfé-lögum en fjölgaði eða stóð í stað í 49 sveitarfélögum.

Fjölgar í öllum landshlutum nema einum

Íbúum fjölgar í öllum landshlutum nema á Norðurlandi vestra. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 4,9% sem er fjölgun um 1.426 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 2,7% á tímabilinu eða um 870 íbúa. Íbúum á Norðurlandi vestra fækkaði um 5 eða um 0,1%. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 2.0% og Garðabær er því 0,1% undir meðalfjölgun íbúa á öllu landinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar