HK fær Fylki í heimsókn í Kórinn í dag, laugardag kl. 19:15
Piltarnir í HK fá annan heimaleikinn í röð í Pepsí-Max deildinni þegar Fylkir kemur í heimsókní dag kl. 19:15, en HK gerði jafntefli við KA í hörkuleik í 1. umferð Íslandsmótsins. Hvorugu liðinu tókst að skora mark en HK var nær því að koma boltanum í net andstæðinganna.
Áttum mögulega að fá víti
Sparkspekingar töluðu um frekar rólegan leik HK og KA í Kórnum um sl. helgi. Hvað vill Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari HK segja um leikinn, fóru þið of varfærnislega inn í hann með það að markmiði að fá ekki á ykkur mark eða þróaðist leikurinn bara í þessa átt? ,,Þetta var reyndar hörkuleikur á móti KA, sem er líka vel mannað lið og stefna hátt á þessu tímabili. Við vorum mjög góðir varnarlega en á sama tíma fáum við besta færið í leiknum og hefðum mögulega átt að fá víti í fyrri hálfleik. Svo voru KA menn líka mjög þéttir varnarlega og erftitt að komast í gegnum þá,“ segir Brynjar Björn.
Stefnum á fyrsta sigur sumarsins
Þið hafið sjálfsagt nýtt vikuna vel og farið yfir málin. Þið eigið annan heimaleik í Kórnum, á móti Fylki, sem koma nokkuð særðir eftir tap í fyrsta leik á móti FH. Hvernig líst þér á þessa viðureign, erfiður leikur og nauðsynlegt að taka þrjú stig á heimavelli? ,, Já mikilvægur leikur og aftur á heimavelli. Það hafa alltaf verið erfiðir leikir hjá okkur á móti Fylki síðustu ár en við stefnum auðvitað á fyrsta sigur á heimavelli á móti þeim.”
Mikil samkeppni um stöður í liðinu
Eru allir heilir og tilbúnir í leikinn og mega stuðningsmenn HK eiga von á einhverjum breytingum á byrjunarliði eða leikskipulagi fyrir leikinn á móti Fylki? ,,Það eru allir heilir og klárir í leikinn. Það er mikil samkeppni um stöður og liðið verður bara að koma í ljós á leikdegil