Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana verður Sumarsýningu Grósku framlengt og hún höfð opin helgarnar 8.-9. maí og 15.-16. maí kl. 14-18. Sýningin er í Gróskusalnum við Garðatorg 1 og þar má sjá listaverk af fjölbreyttu tagi.

Eftir endilöngum salnum er sameiginlegt verk allra sýnenda þar sem hver hefur lagt til eina litla veislumynd. Listaverkin eru lögð á borð og Gróska býður til veislu sem stendur yfir svo lengi sem sýningin er opin.
Veislugestum er hleypt inn í litlum hópum en allmargir hafa þegar heimsótt sýninguna. Vel er gætt að fjöldatakmörkunum og sóttvörnum. Enginn ætti að láta þessa skemmtilegu sýningu fram hjá sér fara.
