Sumarsýningu Grósku framlengt vegna fjölda áskoranna

Vegna góðrar aðsóknar og fjölda áskorana verður Sumarsýningu Grósku framlengt og hún höfð opin helgarnar 8.-9. maí og 15.-16. maí kl. 14-18. Sýningin er í Gróskusalnum við Garðatorg 1 og þar má sjá listaverk af fjölbreyttu tagi.

Skemmtilegar minningar! Myndin er eftir Auði Marínósdóttur og sýnir tvo fyrrverandi formenn Grósku, Laufeyju Jensdóttur og Gunnar Júlíusson, skera afmæliskökuna á 10 ára afmæli Grósku í fyrra. 

Eftir endilöngum salnum er sameiginlegt verk allra sýnenda þar sem hver hefur lagt til eina litla veislumynd. Listaverkin eru lögð á borð og Gróska býður til veislu sem stendur yfir svo lengi sem sýningin er opin.

Veislugestum er hleypt inn í litlum hópum en allmargir hafa þegar heimsótt sýninguna. Vel er gætt að fjöldatakmörkunum og sóttvörnum. Enginn ætti að láta þessa skemmtilegu sýningu fram hjá sér fara.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins