Þriðjudaginn 18. maí kl. 16:00 Í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn mun Náttúrufræðistofa Kópavogs bjóða upp á leiðsögn um grunnsýningar stofunnar á jarðfræði og lífríki Íslands. Þema safnadagsins að þessu sinni er “Framtíð safna – Uppbygging og nýjar áherslur” og með það í huga mun Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, leiða gesti í gegnum sýningar safnsins og segja frá helstu nýjungum sem hafa verið gerðar í uppsetningu safnsins frá opnun þess árið 2002. Einnig verður horft til framtíðar og gefin innsýn í fyrirhugaðar endurbætur og nýjungar á grunnsýningum Náttúrufræðistofunnar, en sumar þeirra eru þegar komnar í farveg. Leiðsögnin hefst kl 16:00. |
Skúlptúrsmiðja fyrir fjölskyldur í Gerðarsafni á Alþjóðlega safnadeginum
Þriðjudaginn 18. maí kl. 17:00 Þór Sigurþórsson, myndlistarmaður, leiðir skúlptúrsmiðju fyrir fjölskyldur í fræðslurými Gerðarsafns. Smiðjan er haldin í tilefni af Alþjóðlega safnadeginum 18. maí. Í þessari smiðju verður unnið út frá þrívíðum verkum Gerðar Helgadóttur úr mismunandi efniviði. Þór er myndlistarmaður og skúlptúristi. Með verkum sínum ögrar hann skilningi okkar á hversdagslegum hlutum og storkar klisjum um fegurð og náttúru. Smiðjan hentar krökkum frá 8 ára aldri og fjölskyldum þeirra. Aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram við innganginn. |