Hér fyrir ofan má sjá mynd af nýrri stjórn Miðfloksins í SV kjördæmi, eða Kraganum ásamt tveimur einstaklingum úr kjörstjórn. F.v. Brynjólfur (Kópavogur), Jón (Garðabær), Sævar (Hafnarfjörður), Einar (Kópavogur), Arnhildur (Hafnarfjörður), Guðmundur (Hafnarfjörður), Aðalsteinn (Garðabær), Danith (Mosfellsbær) og Valborg (Mosfellsbær).
Skipulag flokksins er ögn öðruvísi en tíðkast, því hvert sveitarfélag er með deild en ekki félag eins og jafnan tíðkast, en sjórn Kragans sér um fjármál og skipulagsmál fyrir deildirnar eins og t.d. Garðabæjardeild. Deildirnar geta þá frekar einbeitt sér að félagsstarfi. Formaðurinn stjórnar Arnhildur Ásdís Kolbeins er fyrir miðri mynd, en hinir fulltrúarnir koma úr sveitarfélögum Kragans.
Ræða formans nú þegar nýja stjórnin tók við í enda apríl endurspeglaði margt í hugmyndafræði flokksins, svo sem meira frjálslyndi og frelsi ekki síst í skoðunum og umræðum. Baráttu gegn foræðis-hyggju sem stöðugt verður meiri og Vinstri grænir í broddi stjórnarfylkingar heillast mikið af. Það er krafa Miðflokksins að einstaklingar ráða t.d. sínum ferðamáta og geti ferðast um sitt land, án óeðlilegra hindrana og er hér átt við hugsanlegan þjóðgarð og einnig hvað er ræktað eða ekki í eigin garði. Grundvallaratriði sé að ESB sé ekki að teygja klærnar inn í orkumál landsins, enda erum við ekki tengd þeirra dreifikerfi og slíkt tenging eða spor í þá átt væri mikið óráð núna. Að lokum er það krafa stjórnar Miðflokksins í Kraganum að einstaklingurinn ráði sjálfur starfslokum sínum og ef hann kýs að vinna áfram, er algerlega óásættanlegt að tekjur hans séu skertar og skattlagning aukinn, jafnvel upp í 100%, þ.e. króna á móti krónu.
Aðalsteinn Júlíus Magnússon, hagfræðingur og líffræðingur