Hvernig verður bók til?

Spennandi ritsmiðja með Hjalta Halldórssyni, rithöfundi og kennara verður í boði í fjölskyldustund laugardaginn 9. október. Smiðjan er ætluð krökkum á aldrinum 9 – 12 ára og í smiðjunni verður spjallað (og jafnvel ritað) um hvernig lítil hugmynd verður að heilli sögu. Hjalti er frábær höfundur sem hefur verið mjög vinsæll meðal krakka á Bókasafni Kópavogs og eru vinsælustu bækurnar hans til að mynda nýjasta bókin hans, Veran í vatninu frá 2021 og Ofurhetjan sem kom út árið á undan. Skemmtileg og fræðandi stund framundan í fjölskyldustund á laugardegi. Endilega kíkið við.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar