Í hádeginu var undirritaður samstarfssamningur milli Garðabæjar og Arnarlands ehf um uppbyggingu heilsubyggðar á Arnarneshálsi. Þar verður lögð áhersla á lífsgæði, lýðheilsu, náttúru og heilsueflandi þjónustu. Verkefnið hefur hlotið nafnið Arnarland og er umrætt svæði u.þ.b. 10 ha að stærð og er í eigu Arionbanka sem mun fjármagna verkefnið.
Byggðin mun annars vegar byggjast á grænni íbúðabyggð þar sem byggðar verða rúmgóðar og vandaðar hátækniíbúðir fyrir 50 ára og eldri og hins vegar á miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi.
Undirritunin fór fram í Siglingaklúbbnum á Veitingahúsinu Sjálandi, við Ránargrund í Garðabæ.
Forsíðumynd. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ flytur stutt ávarp.
