HK spáð 8. sæti í Lengjudeild kvenna

Fótbolti.net fékk fyrirliða og þjálfara allra liðanna í Lengjudeildinni til að spá fyrir sumarið. Liðin fengu stig frá 1-9 en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði og var HK spáð 8. sæti og þar með áframhaldandi sæti í deildinni, en alls leika 10 lið í deildinni.

HK léku vel í fyrra og enduðu í 2. sæti í 2. deild og með því tryggðu þær sér sæti í Lengjudeildinni, en HK lauk keppni með 35 stig eftir 16 leiki. 

Jakob Leó Bjarnason tók við sem þjálfari liðsins í haust, en liði hefur misst fjóra leikmenn frá því í fyrra en það eru komnir átta nýir leikmenn. Það verður fróðlegt að fylgjast með stelpunum í sumar enda flestar uppaldar í HK.

Birgitta Rún Skúladóttir, 19 ára varnarmaður sem er uppalin í HK ásamt Jakobi Leó Bjarnassyni sem tók við liðinu sl. haust

HK leikur sinn fyrsta leik í Lengjudeildinni á móti Víkingi í Fossvoginum 6. maí, en þær eiga síðan KR heima í annarri umferð 13. maí nk.

Komnar: 
Arna Sól Sævarsdóttir frá Fram 
Björk Björnsdóttir frá KR 
Danielle Marcano frá Bandaríkjunum 
Elísabet Eir Hjálmarsdóttir frá FHL 
Freyja Aradóttir frá Fylki 
Ísold Kristín Rúnarsdóttir frá Haukum 
Magðalena Ólafsdóttir frá Fram 

Farnar: 
Anna María Björnsdóttir í Stjörnuna (var á láni) 
Ásta Hind Ómarsdóttir í Fram 
Lára Ósk Albertsdóttir í Fram 
Ólöf Ragnarsdóttir í Fram 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar