Hressir eldri borgarar á göngu

Hressir og kátir eldri borgarar hittast alla daga og ganga saman um bæinn. Hópurinn hittist alltaf við Jónshús og hefst gangan klukkan tíu. ,,Það geta allir komið með og gengið, fólk velur sinn gönguhraða og misjafnt hversu langt er gengið,” segir Laufey Jóhannsdóttir, göngugarpur og fyrr- verandi bæjarfulltrúi í Garðabæ, og bætir við: ,,Margir eru að ganga um fimm kílómetra og það eru margir sem ganga styttra allt eftir getu og tíma. Svo er endað á kaffibolla í Jónshúsi yfir notalegri samverustund.”

Gangan hefur verið alla daga í vetur og hefur hópurinn hvorki látið veður né vind aftra sér í göngunni. ,,Það eru að jafnaði milli 30 og 40 manns sem fara af stað. Við erum dugleg að passa vel upp á sóttvarnir, að að virða sóttvarnaleiðbeiningar sem í gildi eru hverju sinni,” segir hún. ,,Þetta er dásamlegt samfélag sem við eigum og við njótum þess að eiga stundirnar saman. Gangan er svo hressandi og nauðsynlegt að fá hreyfingu og útivist á hverjum degi,“ segir Laufey og hvetur alla til að vera með.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins