Kiwanismenn afhentu reiðhjólahjálma

Félagar úr Kiwanisklúbbnum Setbergi Garðabæ heimsóttu grunnskóla bæjarins í síðustu viku. Hin árlega heimsókn í fyrsta bekk grunnskóla þar sem Kiwanishreyfingin afhentir nemendum reiðhjólahjálma er eitt af skemmtilegri verkefnum klúbbsins.

Afhent hátt í 110 þúsund hjálma

Í 31 ár hafa Kiwanismenn og konur dreift hjálmum til yngstu nemenda grunnskólans og hafa frá upphafi 105-110 þúsund nemendur um allt land notið þess að hjóla öruggir með Kiwanishjálm. Verkefnið hefur verið stutt frá árinu 2004 af Eimskipafélagi Íslands. Þakkar Kiwanishreyfingin þeim ómetanlegan stuðning. Það er von Kiwanismanna að hjálmarnir veiti ungum börnum öryggi í umferðinni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar