Nokkrir Garðbæingar og Kópavogsbúar láta ljós sitt skína í Rocketman

Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands kynnir með stolti söngleikinn “Rocketman”, leikstýrt af Júlíönu Söru Gunnarsdóttur. 

Þessi skemmtilegi söngleikur nýtir sér smelli heimsfræga söngvarans Elton John til að segja ævisögu hans á líflegan og skemmtilegan hátt. Söngleikurinn byggir á samnefndri mynd og inniheldur mögnuð dansatriði, frábæran söng og glæsilegan leik! 

Rocketman er sýndur í leikhúsinu í Verzló sem hefur verið sett upp af nemendum skólans. 

Þó nokkrir Kópavogsbúar og Garðbæingar taka þátt í sýningunni og standa sig mjög vel.

Úr Kópavogi taka þær Katrín Ýr, Sólveig Aurora, Sigrún Tinna, Sóley, Telma Ósk og Birna Mjöll þátt í sýningunni og úr Garðabæ eru það Andri Snær, Emilía, Aðaldís Emma, Tinna og Vigdís. 

Næsta tvær sýningar eru 9. og 10. mars. Svo er sýning 14. mars og líklega verður einhverjum örfáum sýningum bætt við í næstu viku. Miðasala er inn á Nfvi.is

Garðbæingarnir Andri Snær, Emilía, Aðaldís Emma, Tinna og Vigdís

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar