Hangs í Hamraborg með Kamillu Einarsdóttur

Í tilefni síðustu sýningarhelgar Skýjaborgar á Gerðarsafni býður rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir í hangs í Hamraborginni á laugardaginn 15. maí kl. 16:00 í Gerðarsafni í Kópavogi.

Meðal viðkomustaða verða tattústofan Black Kross, undirgöngin, Vídeó-markaðurinn, bílakjallarinn og fleiri faldar perlur. Ferðalag um Hamraborgina verður svo ekki fullkomnað nema við endum á Catalinu í drykk saman, segir Kamilla um hangsið, en hún hefur svo um munar vakið athygli á Hamraborginni sem menningarhöfuðstað síðustu misseri.
 
Öll eru velkomin með vin eða ein, í góðu skapi eða á bömmer – það er nefnilega stemning fyrir öllu í Hamraborg!

Kamilla Einarsdóttir vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskróniku, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs koma þar við sögu.

Viðburðurinn hefst kl.16:00 laugardaginn 15. maí. Tilvalið er að skoða sýninguna Skýjaborg á Gerðarsafni á undan, þar sem safnast verður saman í afgreiðslu safnsins og gengið þaðan út í ævintýri dagsins.

Kamilla Einarsdóttir vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu skáldsögu, Kópavogskróniku, sem kom út árið 2018. Í bókinni segir móðir í Kópavogi dóttur sinni frá ástarævintýrum sínum en þekkt kennileiti Kópavogs koma þar við sögu. Í kjölfarið var leikrit eftir bókinni í leikstjórn Silju Hauksdóttur sett upp í Þjóðleikhúsinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar