Vímuvarnarhlaup grunnskólanna

Forvarnarverkefni á vegum Lionsklúbbsins Eikar í Garðabæ

Þann 5.maí sl. fór fram vímuvarnahlaup í Garðabæ á vegum Lionsklúbbsins Eikar. Þetta er í 31 sinn sem hlaupið fer fram en verkefnið miðast við 5. bekk í grunnskóla. Oftast nær eru það allir grunnskólarnir sem eru með en í ár líkt og síðastliðið ár eru það sóttvarnarreglur sem leyfa ekki fjölmennar samkomur.

Við Sjálandsskóla! F.v. Laufey, Andrea Sif og Steinunn Jóhannsdóttir verkefnastjóri hjá Lions

,,Við heimsóttum nemendur í 5 bekk í Sjálandsskóla. Við fengum frábæran fyrirlesara til þess að fræða börnin um forvarnargildi íþrótta og þess að forðast vímuefni og gildi þess að stunda tómstundir og íþróttir. Hún Andrea Sif Pétursdóttir sem keppir í fimleikum í meistaraflokki Stjörnunnar flutti frábæra fræðslu fyrir krakkana. Veðrið lék við okkur, sátum úti á tröpp-um og hlustuðum á Andreu Sif ræða gildi íþrótta og tómstundastarfs á unglingsáum. Þessu næst fórum við út á skólalóðina og keppt var í boðhlaupi á milli hópa, en hópnum var skipt í fjóra hópa, gulur, rauður, grænn og blár. Það var mikið stuð og klappað og liðin hvött áfram,“ segir Laufey Jóhannsdóttir, formaður verkefnanefndar Lionsklúbbsins Eikar en það var bláa liðið sem var sigursælast og fékk það farandbikar til varðveislu í eitt ár.

Allir fengu svo viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. ,,Þetta er alveg einstakt verkefni sem gaman er að taka þátt í,“ segir Laufey.

Nemendur fylgjast með fyrirlestri Andreu
Bláa liðið í Sjálandsskóla sigraði í Vimuvarnahlaupi Lions

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins