Árlegur þjónustudagur Toyota á laugardaginn
Fram undan er hinn árlegi Þjónustudagur Toyota. Hann fer fram laugardaginn 15. maí kl. 11 – 15.
Segja má að Þjónustudagurinn sé árshátíð Toyotaeigenda. Þá hittast Toyotaeigendur hjá viðurkenndum þjónustuaðilum Toyota þar sem þeirra bíður ókeypis þvottur á bílnum, sumarglaðningur í poka og grillaðar pylsur.
Toyotaeigendur ættu að stilla útvarpið í bílnum á FM 100,5 því dagskrá K100 verður tileinkuð Þjónustudeginum og skilar stemmningunni beint í bílinn. Páll Óskar verður með tónleika á K100 milli kl. 13 og 14.
Þessir viðurkenndu þjónustuaðilar halda þjónustudaginn hátíðlegan á laugardag og bjóða Toyotaeigendur velkomna til sín milli kl 11 og 15:
Toyota Kauptúni, Toyota Reykjanesbæ, KS á Sauðárkróki, Bifreiðaverkstæði Reykjavíkur, Nethamar í Vestmannaeyjum, Bílatangi á Ísafirði, Bílageirinn í Reykjanesbæ og Arctic Trucks.