Hallgrímur, Hildur og Friðgeir lesa úr verkum sínum

Bókaspjall Bókasafns Kópavogs er á dagskrá þann 30. nóvember n. k. á aðalsafni. Ætla Hallgrímur Helgason, Hildur Knútsdóttur og Friðgeir Einarsson að koma og lesa úr sínum nýjustu verkum og taka þátt í skemmtilegum og spennandi umræðum um bókmenntir. Guðrún Sóley Gestsdóttir, sem ætti að vera flestum landsmönnum kunn úr sjónvarpi og útvarpi leiðir umræður. Vert er að minnast á að skráningar er þörf á viðburðinn og að grímuskylda er á safninu. Allar frekari upplýsingar er hægt að finna á heimasíðu bókasafnsins og hægt að skrá sig þar. Athugið að viðburðinum verður streymt.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar