Music and the Brain flutt í Vídalínskirkju

Ópera Helga Rafns Ingvarssonar, Music and the Brain var sýnd 1. og 3. nóvember í safnaðarheimili Vídalínskirkju fyrir troðfullum sal af unglinum í Garðabæ en alls fóru fram 4 sýningar. Óhætt er að segja að nemendur hafi sýnt sterk viðbrögð að sögn Ólafar Breiðfjörð menningarfulltrúa. Óperan fjallar um lækni sem rannsakar fyrrverandi söngkonu sem hlaut heilaskaða en sagan er byggð á verki eftir Oliver Sacks. Með hlutverk læknisins fór Gunnar Guðbjörnsson tenór en söngkonan var túlkuð af Þórgunni Önnu Örnólfsdóttur mezzósópransöngkonu. Um píanóleik sá Antonia Hevesi, flautuleikarinn Helen Whithaker auk tónskáldsins sem stjórnaði og lék á rafhljóð voru einnig liður í þessari sterku sýningu.


„Ég held að nemendur muni muna eftir þessari upplifun, mörgum þótti án efa mjög gaman, öðrum áhugavert, enn öðrum leiðinlegt en þessar tilfinningar eiga sannarlega allar rétt á sér. Fyrst og fremst er hollt fyrir unglinga að fara út fyrir sinn hljóðheim og kynnast nýrri tónlist en óperan sló í gegn á Óperudögum í Reykjavík á dögunum“ segir Ólöf Breiðfjörð um þessa menningarupplifun í boði menningar- og safnanefndar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar